Karlakór Hreppamanna ásamt Eldri barnakór og Unglingakór Selfosskirkju hélt jólatónleika þriðjudagskvöldið 16. desember. Tónleikarnir byrjuðu klukkan 20:30 og var kirkjan þéttsetin. Stjórnandi kóranna þriggja er Edit Molnár og píanóleikari Miklós Dalmay. Tónleikarnir tókust mjög vel og er tónleikagestum þakkað fyrir komuna.

Kynnir kvöldsins var Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla.

Fjórir nemendur úr Tónlistarskóla Árnessýslu spiluðu á fiðlur Pastorale úr jólakonsert eftir Archangelo Correlli við undirleik Miklósar Dalmay. Stúlkurnar heita Bergþóra Rúnarsdóttir, Anna Rut Arnardóttir, Eva Þorfinnsdóttir  og  Margrét Rún Símonardóttir.

Séra Eiríkur Jóhannsson prófastur í Hruna og meðlimur karlakórsins flutti hugvekju. 

Unglingakór Selfosskirkju flutti m.a. Ave Maria eftir Giulio Caccini.  Unglingakórinn og Eldri barnakór Selfosskirkju sungu m.a. saman Hvít er borg og bær.  Þær  Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, 
Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir og Alexandra Ásgeirsdóttir sungu einsöng undir diggri stjórn Editar.  Þær Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir og  Bergþóra Rúnarsdóttir sungu einsöng með Karlakórnum í laginu Allsherjar Drottinn.  Jón Gunnar Úlfarsson sá um slagverk í laginu Jingle Bells Medley – jólasyrpu í útsetningu Ernie Rettino.

Tónleikunum lauk með því að allir kórarnir þrír sungu saman lagið Ó helga nótt eftir Adolphe Adam. Textann gerði Sigurður Björnsson. Miklós Dalmay og Fiðluhópurinn léku undir.

img_0712.jpg


Myndir frá tónleikunum má sjá hér.