edit wEdit Molnár er stjórnandi Karlakórs Hreppamanna og hefur verið það frá stofnun hans. Hún stundaði nám í píanóleik við Bartók tónlistarmenntaskólann og útskrifaðist úr Franz Liszt tónlistarháskólanum í Budapest í kórstjórn árið 1988.

Edit kom frá Ungverjalandi til að starfa á Íslandi haustið 1994 og hefur stjórnað mörgum kórum í gegnum tíðina. Hún var m.a. kórstjóri Samkórs Selfoss og stjórnandi barna- og kirkjukóra víða á Suðurlandi. Edit er um þessar mundir deildarstjóri við Tónlistarskóla Árnesinga, stjórnandi Barna- og Unglingakórs Selfosskirkju sem og organisti Selfosskirkju. Hún var einn aðalhvatamaður að stofnun Karlakórs Hreppamanna og undir hennar stjórn hefur kórinn vaxið og dafnað svo sem raun ber vitni.

Fjölmargt fleira mætti nefna sem hún tekur sér fyrir hendur til stuðnings menningarlífi Árnesinga og er það ekki of sagt þótt fullyrt sé að Edit Molnár setji um þessar mundir sterkan svip á tónlistrlíf Suðurlands.

Go to top