miklos wMiklós Dalmay stundaði nám í píanóleik við Bartók tónlistarmenntaskólann og Franz Liszt tónlistarháskólann í Budapest. Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Miklós hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir píanóleik á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í The European Piano Competition og einleikaraverðlaun Konunglegu sænsku listaakademíunnar.

Árið 1994 flutti Miklós til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og hefur æ síðan verið meðal virkustu einleikara landsins. Miklós leikur einnig reglulega með virtum hljóðfæraleikurum og einsöngvurum hérlendis og hefur komið fram sem einleikari með mörgum af helstu hljómsveitum Ungverjalands auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann bar sigur úr býtum í Tónvakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, árið 1996. Hann á heiðurinn af frumflutning margra nýrra tónverka og hefur flutt fjölda íslenskra verka á tónleikum erlendis.

Miklós hefur verið deildarstjóri í Tónlistarskóla Árnesinga síðan 2002. Hann tók við stöðu organista í Hveragerðiskirkju árið 2012 og í Þorlákskirkju 2015.

 

.

 

Go to top