Spennandi söngvetur er framundan hjá Karlakór Hreppamanna því Menningarráð Suðurlandsverdi hefur tekið ákvörðun um að styrkja kórinn til að takast á við óperutónlist með Giuseppe Verdi  í forgrunni. Hið fræga tónskáld rómantísku stefnunnar Giuseppe Verdi samdi margar af frægustu óperum sem enn njóta hvað mestra vinsælda í dag og má þar nefna „Il Trovatore“ sem verið er að setja upp í Hörpunni á þessu hausti, Rigoletto, La traviata og Aidu. Í þessum óperum eru margir glæsilegir  kórar sem Karlakórinn hyggst spreyta sig á. En kórinn mun einnig leita fanga víðar í óperuheiminum og vera með á dagskrá í vetur svo sem kórverk eftir tónskáldin Wagner og Offenbach.

Fyrsta æfing kórsins á þessu hausti verður þriðjudaginn 18. september klukkan 20:30 og eins og allaf þá verður vel tekið á móti nýjum söngmönnum sem vilja slást í hópinn. Þá er bara að mæta á æfingu í Félagsheimili Hrunamanna.